Færsluflokkur: Bloggar

Veturinn 2013-2014

Í vetur hef ég lært mikið í íslensku, stærðfræði, samfélagsfræði og landafræði og við höfum líka farið í nokkrar ferðir eins og bíó og vorferð.

Í íslensku lærði ég margt eins og kyn orða, hk, kk, og kvk. Ég lærði líka stafsetningu í vinnubókinni Mál í mótun. Við vorum yndislestri á hverjum degi en þá fæ við að lesa bækur sem við veljum sjálf.

Í stærðfræði lærði ég að námunda, margfalda og plús og mínus. Ég lærði líka að deila og mér fannst það mjög létt. Við gerðum líka tölvuverkefni sem mér finnst ágætt að gera.

Verk og list

Ég var í heimilisfræði þar sem ég lærði að elda mat.

Ég fór í myndmennt og þar lærði ég að teikna sjálfsmynd.

Ég fór í smíði og þar lærði ég að smíða og ég smíðaði bakka og hornhillu.

Ég fór í mótun hjá Dagbjörtu og við lærðum að gera styttur og grímur.

Mér fannst alveg ágætt í verk og list í vetur

Tónmennt

Ég lærði að syngja þrælalög og mér fannst það skemmtilegt

Íþróttir, sund og útileikir

 Í sundi lærði ég að synda marvaða, bringusund, baksund, skólabaksund og skriðsund.

Í íþróttum fór ég í þrek en þar getum við allskonar æfingar á sex mínútum.

Í útileikjum þurftum við alltaf að byrja á því að hlaupa einn hring í kringum sundlaugina og eftir það fórum við í allskonar leiki.

 

Mér er búið að líða vel í skólanum í vetur. Kennararnir voru mjög skemmtilegir og krakkarnir eru líka skemmtilegir. Ég þurfti einu sinni að fara næstum því heim úr skólanum í vetur því ég fékk svo mikið blóðnasir.

Mér fannst vorferðin það skemmtilegasta sem ég gerði í vetur en þó fórum við í Borgarnes að sjá Eglusafnið, við fórum sund og grilluðum pylsur.

 

Kveðja Pétur Birgir


Ferilritun

Við vorum í ferilritun í vetur, þá fáum við að skrifa sögu eða ljóð sem við búum sjálf til. Ég er ekki búinn með söguna mína er aðeins að byrja á henni. Hérna getið séð  hluta af sögunni minni.

Hvalir

Í haust lærðum við margt um hvali t.d um búrhval sem ég valdi mér. Við gerðum vinnubók um hvali mér fannst þetta verkefni ágæt. Hérna kemur glærusýning sem ég gerði.

 


My favorite animal

I was finishing a project  about my favorite animal. I picked a cat because I have a cat that has  six little kittens now. Cats can be dum but they are cute.  If you like to know more about cats then klick on this l ink.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband